miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Mis tilraun held ég

Held að þetta hópblogg sé kannski bara að missa marks. Það er kannski ekki alveg grunvöllur fyrir þessu. Þið vitið sem hafa skráð ykkur inn að þið getið öll sett inn færslur ef þið viljið?? Kannski þið hafið bara alveg jafnlítið að segja eins og andlausa ég.


Er annars bara föst allar nætur yfir heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum sem er í gangi í Japan um þessar mundir. Horfi til 4 að morgni og get ekki hætt, lovit, lovit, lovit!! Var alla vega að skoða heimsmetin og konan sem á heimsmet í 800 m hlaupi kvenna heitir Jarmila Kratochvilova og er frá Tékklandi en hennar met var sett árið 1983 og hefur ekki verið slegið enn. Læt hérna fylgja mynd af kvensunni, það er svo ykkar að dæma hvað ykkur finnst, mér finnst amk eitthvað pínu skrítið við þetta. Það er líka magnað að horfa á vídeó af henni að hlaupa, ótrúlegt hreint bara.


6 ummæli:

Ásta sagði...

en... hún er maður

Hulda sagði...

nákvæmlega það sem mér finnst eiginlega

Eduardo Waghorn sagði...

Hey!
Sailing in blogosphere i found your interesting and original blog...
Let me read it with calm,using my translator...
Anyway, I want to send you a warm hug from Chile.
Visit me if you want and send me your comment, even on icelandic, that sounds so sweet:)
Keep blogging

Hulda sagði...

what the f....!!!!

Rúna sagði...

hehehe.. góður þessi gaur ;) en já ég er sammála með konuna hún hlýtur að vera dúddi. og nei, mér finnst síðan ekki vera að missa marks, finnst það nauðsynlegt fyrir okkur að hafa eitthvað svona. ég hef bara svo óskaplega lítið að segja, ja nema auglýsa að ég er að kaupa íbúð, jibbí. þvílíkt ves.

Ásta sagði...

Hulda þú ert komin með heimboð... gætir kannski bara skellt þér til chile ef leiðist. Gætuð talað saman with calm með hjálp translatorsins! Ekki amalegt það.