föstudagur, 20. júlí 2007

Party-on í Mývatnssveitinni!!

Vona að veðurguðirnir verði ykkur góðir sem ætlið að skella ykkur norður í grillið hjá Sólveigu. Dansið nú rassinn úr buxunum í sveitinni, og ekkert cow-tipping! Held að beljurnar kunni ekki að meta að vera velt óforvarandis á hliðina þegar þær eru að dotta standandi.


Annars var ég þarna í nágrenninu um daginn og fékk ljómandi gott veður. Mæli með nátturuböðunum við Mývatn, ku vera góður þynnkubani.....læt hérna fylgja eina mynd af pleisinu fyrir þá sem ekki hafa komið þangað, útsýnið er brilljant.


Góða skemmtun :)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Má ég vera memm
dth@simnet.is

Hulda sagði...

jebbs beibs, sendi þér invite hið snarasta

Davíð Þór sagði...

kominn inn! veivei

Hulda sagði...

jæja, hvernig var svo í Mývatnssveitinni, þið sem voruð þar um helgina??

Unknown sagði...

má ég vera memm?
kjartanhrafn@gmail.com

ps. þetta er Kjartan Hrafn sem skrifar.

Sólveig sagði...

Ég skemmti mér konunglega... og það er náttúrulega alveg hlutlaust mat. Veðrið hefði reyndar mátt alveg vera örlítið betra, hefði mátt vera eins og á föstudeginum 15 stiga hiti fram á miðnætti og blankalogn. En það er líklega að ætlast til of mikils að ætlast til að veðrið haldist þannig marga daga í röð.

Takk annars alveg kærlega fyrir komuna þið sem komuð. Það var afskaplega gaman að fá ykkur. Hefði samt viljað koma ykkur í baggaheyskapinn en það verður bara næst.

Hverjir eru memm á þorrablót í vetur?